David Silva, leikmaður Manchester City, myndi velja Sergio Ramos í liðið ef hann fengi að velja einn leikmann.
Silva hefur spilað með mörgum frábærum leikmönnum á ferlinum en Ramos er á mála hjá Real Madrid.
Ramos hefur lengi verið einn besti varnarmaður heims en hann og Silva léku saman með spænska landsliðinu.
,,Það eru margir félagar mínir í landsliðinu og ég hef notið þess að spila með þeim,“ sagði Silva.
,,Í þessu tilviki þá myndi ég velja Sergio. Ég hef þekkt hann lengi, hann er leiðtogi og myndi henta okkur vel.“
Ramos hefur lengi leikið með Real og er af mörgum talinn einn allra besti varnarmaður heims.