Luke Shaw, leikmaður Manchester United, stefnir á að komast á EM með enska landsliðinu á næsta ári.
Shaw spilaði síðasta landsleik sinn fyrir 19 mánuðum síðan og er ekki fyrstur á blað hjá Gareth Southgate landsliðsþjálfara.
Þessi 24 ára gamli bakvörður berst þó enn fyrir því að komast lokamótið sem fer fram næsta sumar.
,,Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég hefði ekki hugsað út í þetta,“ sagði Shaw.
,,Ég held hausnum niðri og held áfram að vinna. Í lok dags þá er þetta ekki mín ákvörðun. Þetta er ákvörðun Gareth og ég virði hana.“