Paul Pogba segist vera á góðri bataleið en þessi miðjumaður Manchester United hefur verið frá síðan í desember.
Pogba þurfti að fara í aðgerð vegna ökklameiðsla en hann er allur að koma til og ætti að geta æft þegar samkomubanni er létt.
Frakkinn segist hafa verið pirraður í langan tíma en hefur alltaf verið með jákvætt hugarfar.
,,Ég er byrjaður að æfa og snerta boltann. Ég hef verið pirraður í mjög langan tíma,“ sagði Pogba.
,,Nú er ég næstum kominn aftur og það er það eina sem ég hugsa um og ná að æfa að fullu með liðinu.“
,,Maður hugsar að þetta sé slæmt en ég hef aldrei upplifað svona á ferlinum svo ég tek því á jákvæðan hátt.“