Aaron Ramsey, leikmaður Juventus, hefur áhyggjur af því að þyngjast mikið í einangrun en hann er heima hjá sér eins og flestir leikmenn.
Ramsey elskar fátt meira en að borða mat eiginkonunnar og viðurkennir að það sé erfitt að halda sér í toppformi.
,,Ég hef verið að gera þær æfingar sem félagið sendi mér, ég held mér í standi flesta daga,“ sagði Ramsey.
,,Það er þó ekki það sama og að æfa eða spila leiki, þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að þyngjast.“
,,Það er erfitt fyrir mig því konan mín elskar að elda og ég elska að borða, það fer ekki vel saman.“
,,Ég kemst í allt kexið hjá krökkunum og fæ mér í hvert skipti sem ég drekk te!“