Unai Emery, fyrrum stjóri Arsenal, kenndi fyrrum kærustu sinni um brottrekstur frá félaginu í lok síðasta árs.
Það er hún sjálf, Sacha Wright, sem greinir frá þessu en þau hættu saman í september áður en Emery var rekinn í nóvember.
Emery var við stjórnvölin hjá Arsenal í 18 mánuði en hann virðist hafa tekið brottrekstrinum gríðarlega illa.
,,Það var þá sem hann kenndi mér um að hafa verið rekinn. Hann sagði mér að ég væri hvít norn og að óheppnin elti mig,“ sagði Wright.
,,Hann sagði enn fremur að um leið og við hættum saman þá hefði hann byrjað að tapa. Hann sagði mér að hann væri svo stressaður og að hausinn væri ekki rétt stilltur eftir skilnaðinn.“
,,Ég flaug til San Sebastian og hitti hann fyrir nýja árið og þá kenndi hann mér um töp Arsenal. Ég treysti honum og trúði því að við yrðum gift með börn einn daginn.“