Ralph Hasenhuttl er við það að skrifa undir nýjan samning við Southampton á Englandi.
Frá þessu greina enskir miðlar en þessi austurríski stjóri verður samningslaus næsta sumar.
Starf Hasenhuttl var í hættu fyrr á þessu tímabili en liðið hefur náð að koma sér úr fallsæti undir hans stjórn.
Samkvæmt fregnum er Hasenuttl að fara að skrifa undir þriggja ára samning við félagið.
Þessi 52 ára gamli stjóri var áður hjá RB Leipzig og gerði mjög góða hluti þar.