Lautaro Martinez gæti vel verið næsti Sergio Aguero fyrir Argentínu að sögn goðsagnarinnar, Hernan Crespo.
Martinez er eitt heitasta nafnið í Evrópuboltanum en hann spilar með Inter Milan.
Aguero er að komast á seinni árin í boltanum en hann hefur lengi spilað með Manchester City og raðað inn mörkum.
Crespo hefur fulla trú á Martinez sem gæti vel samið við annað félag fyrir næsta tímabil.
,,Lautaro gæti vel verið næsti Sergio Aguero,“ sagði Crespo við Sky Sports.
,,Hann er ekki eins góður að rekja boltann en er meiri liðsmaður en Kun. Hann á það til að missa áhugann og einbeitinguna.“