Philippe Coutinho, stjarna Barcelona, verður líklega lánaður aftur áður en næsta tímabil hefst.
Coutinho hefur ekki staðist væntingar hjá Bayern Munchen þar sem hann hefur spilað undanfarna mánuði á láni.
Bayern er með forkaupsrétt á leikmanninum en útilokað er að félagið nýtti sér það næsta sumar.
Barcelona hefur þá ekki áhuga á að nota Coutinho en óttast að fá ekki nálægt 142 milljónum sem liðið borgaði Liverpool.
Coutinho verður því að öllum líkindum lánaður annað næsta sumar og eru ensk félög að fylgjast með.
Bæði Manchester United og Chelsea hafa áhuga á leikmanninum sem var áður frábær fyrir Liverpool.