Kia Joorabchian, umboðsmaður Philippe Coutinho, segir að það væri möguleiki fyrir leikmanninn að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.
Coutinho er fyrrum leikmaður Liverpool en er samningsbundinn Barcelona þessa stundina.
Þar á Coutinho ekki framtíðina fyrir sér og spilar með Bayern Munchen á láni.
,,Sú staðreynd að ég er stuðningsmaður Arsenal er ekkert leyndarmál. Ég reyni þó ekki að ýta leikmönnum í eitt eða annað félag,“ sagði Joorabchian.
,,Það er allt möguleiki. Eftir Meistaradeildarleikinn sem hann spilaði á Englandi þá ræddum við málin lengi.“
,,Hann hefur alltaf notið þess að spila í ensku úrvalsdeildinni og myndi örugglega elska að snúa aftur.“