Paul Merson, goðsögn Arsenal, telur að Alexis Sanchez gæti enn átt framtíð fyrir sér hjá Manchester United.
Sanchez er í dag í láni hjá Inter Milan en hefur ekki verið að gera frábæra hluti á Ítalíu til þessa.
Merson telur að tækifærið gæti enn verið til staðar fyrir Sanchez á Old Trafford.
,,Miðað við það sem er í gangi þá get ég ekki séð liðið eyða 100 milljónum í leikmann,“ sagði Merson.
,,Liðin þurfa að sætta sig við það sem þau eru með svo ef Manchester United heldur Alexis Sanchez og taka hann aftur þá er það ekki óvænt.“
,,Hinn möguleikinn er að leita að arftaka hans og þá þurfa þeir að eyða 60 eða 70 milljónum. Ég held að félög geri það ekki lengur.“