fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
433

Suarez opinn fyrir því að snúa aftur – ,,Ef ég er stjórinn þá gæti það gerst“

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. apríl 2020 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Suarez, leikmaður Barcelona, er opinn fyrir því að enda ferilinn í heimalandinu, Úrúgvæ.

Þetta segir Sebastian Abreu, fyrrum liðsfélagi Suarez, sem er nú leikmaður og stjóri Boston River í landinu.

Abreu er einnig fyrrum leikmaður Nacional en þar byrjaði Suarez einmitt knattspyrnuferilinn.

Hann er enn í bandi við vin sinn sem hefur gert það gott hjá Ajax, Liverpool og svo Barcelona á ferlinum til þessa.

Abreu stefnir á að taka við Nacional einn daginn og gæti Suarez þá fært sig yfir ef það gerist.

,,Ég ræddi við Suarez og hann sagði mér að ef ég væri stjóri Nacional þá gæti hann snúið aftur,“ sagði Abreu.

Suarez sagði þó sjálfur í febrúar að hann væri ánægður hjá Barcelona og að ef hann spilaði 60 prósent leikja á næsta ári þá myndi samningur hans vera framlengdur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Missti vitið yfir tapi United í gær – Fór að tala um steyptan gervilim

Sjáðu myndbandið: Missti vitið yfir tapi United í gær – Fór að tala um steyptan gervilim
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Voru í áfalli yfir sjónvarpinu í gær – „Gagnslaust drasl“

Voru í áfalli yfir sjónvarpinu í gær – „Gagnslaust drasl“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Breyting á leik í Bestu deildinni

Breyting á leik í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bálreiðir stuðningsmenn Manchester United kalla eftir því að þessir leikmenn pakki strax í töskur

Bálreiðir stuðningsmenn Manchester United kalla eftir því að þessir leikmenn pakki strax í töskur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Reisa styttu af De Bruyne