Ralf Rangnick, fyrrum stjóri RB Leipzig, neitar því að hann sé að taka við liði AC Milan á Ítalíu.
Sögusagnir hafa verið í gangi um að Rangnick sé á leið til Ítalíu eftir góðan árangur í Þýskalandi.
Rangnick starfar í dag á bakvið tjöldin hjá Leipzig en var áður stjóri þar sem og hjá Schalke og Hoffenheim.
,,Það er ekkert til í þessu. Það voru einu sinni litlar fyrirspurnir en það tengist raunveruleikanum ekki neitt,“ sagði Rangnick.
Stefano Pioli er stjóri Milan í dag en gengið undir hans stjórn hefur verið ansi brösugt.