Norwich City hefur samið við vængmann að nafni Daniel Sinani sem er 23 ára gamall. Hann kemur til liðsins á frjálsri sölu í sumar.
Sinani hefur undanfarin þrjú ár spilað með Dudelange í Lúxemborg en það er besta lið landsins.
Sinani hefur skorað 30 mörk í 61 leik með Dudelange og hefur einnig spilað 21 landsleik fyrir Lúxemborg.
Um er að ræða einn allra besta leikmann landsins og gæti hann fengið tækifæri í ensku úrvalsdeildinni á næsta ári.
Það veltur á því hvort Norwich geti haldið sér uppi þegar deildin eða ef deildin fer af stað á ný eftir COVID-19.