Gelson Fernandes, leikmaður Frankfurt, telur að þýska deildin geti farið af stað í lok maí.
Þýska deildin var stöðvuð þann 13. mars vegna kórónaveirunnar en stöðvað var keppni í nánast öllum deildum heims.
Fernandes er vongóður um það að deildin verði þó farin af stað á ný í næsta mánuði.
,,Þegar við snúum aftur þá verður það fyrir luktum dyrum. Ég tel að það verði seint í maí,“ sagði Fernandes.
,,Það er ómögulegt að hugsa um að í júní, júlí og ágúst værum við að spila fyrir framan 50 þúsund manns. Það væri rangt.“