Leikmenn ÍA í Pepsi Max-deild karla eru reiðir, þeir fengu aðeins helming launa sinna um mánaðamót. Vísir.is segir frá.
,,Samkvæmt heimildum Vísis var ákvörðunin um launalækkun tekin án samráðs við leikmenn liðsins,“ segir í frétt Vísis.
Vísir fullyrðir að leikmenn ÍA séu afar ósáttir með að hafa ekki veri með í ráðum, þegar launaskerðing þeirra var ákveðinn.
Vísir segir að launaskerðing verði næstu mánuði hjá ÍA en rekstur deildarinnar hafi verið þungur undanfarna mánuði.
60 milljóna króna halli var á rekstri ÍA á síðasta ári en Geir Þorsteinsson, var ráðinn framkvæmdarstjóri ÍA á dögunum.