Forráðamenn Liverpool eru reiðir út í mótherja sína í deildinni, þeir segja þá hafa lekið út upplýsingum um áætlun félagsins um að setja starfsfólk á atvinnuleysisbætur.
Liverpool hafði viðrað þessa hugmynd við félög á fjarfundi þeirra á föstudag. The Athletic fjallar um málið.
Eftir fundinn fóru sögusagnir á kreik um að Liverpool ætlaði að nýta sér úrræðið og setja starfsfólk á bætur. Margir urðu reiðir og Liverpool gaf út yfirlýsingu sem staðfesti þetta.
Félagið ætlaði hins vegar að nýta helgina til að segja starfsfólki frá þessu, í stað þess fór fólk að lesa um þetta í götublöðunum.
Samkvæmt The Athletic eru forráðamenn Liverpool reiðir yfir því að þessar upplýsingar hafi lekið út. Félagið hætti svo við að setja starfsfólk sitt á bætur efitr að hafa fengið hörð viðbrögð frá almenningi.