fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
433Sport

Náttúran kallaði á versta tíma og milljónir horfðu á

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 19:40

Gary Lineker.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Við erum skyndilega stödd á Stadio Sant‘Elia leikvanginum í Cagliari á Ítalíu í grenjandi rigningu. Árið er 1990 og dagurinn 11. júní. Fyrsti leikur F-riðils á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu er í fullum gangi en þar eigast við Englendingar og Írar. Alls 35.238 áhorfendur sáu leikmann númer 10 í enska landsliðinu, Gary Lineker, koma þjóð sinni yfir í leiknum strax á áttundu mínútu leiksins. Óhætt er að segja að Lineker átti eftir að koma meira við sögu í leiknum og það á vægast sagt furðulegan hátt.

Englendingar leiddu 1-0 í hálfleik en þannig var mál með vexti að markaskorarinn Gary Lineker hafði verið eitthvað slæmur í maganum fyrir leikinn. Þrátt fyrir að hafa skorað fyrsta mark leiksins var Lineker við það að gefast upp í hálfleik en hélt þó áfram að berjast fyrir sitt lið.

Í upphafi seinni hálfleiks kallaði hins vegar náttúran. Lineker var þá í hörku kapphlaupi um boltann við einn varnarmann Írlands sem endaði með því að framherjinn knái reyndi að renna sér í boltann, með vægast sagt skelfilegum afleiðingum.

,,Ég var að drepast í hálfleik en hélt samt áfram. […] Ég var að reyna tækla einhvern, teygði mig einhvern veginn og slakaði á öllu, og já… Ég var allavega mjög ánægður með rigninguna þennan daginn!“ er haft eftir Lineker.

Gary Lineker hafði semsagt gert í buxurnar í miðjum leik á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu frammi fyrir rúmlega 35 þúsund manns. Lineker, sem þakkaði Guði fyrir rigninguna þennan daginn, gerði allt sem í hans valdi stóð til að þrífa sig sem allra best með blautu grasinu. Af vörum Lineker mátti sjá hann tjá liðsfélögum sínum það að hann hefði „skitið í buxurnar“. Lygileg uppákoma.

Á 83. mínútu leiksins fékk Gary Lineker svo loksins tækifæri til þess að komast á klósettið en þá tók Bobby Robson, þáverandi þjálfari enska landsliðsins, leikmanninn útaf og setti Steve Bull inn á völlinn í hans stað. Leikurinn endaði hins vegar með 1-1 jafntefli en Írarnir jöfnuðu metin á 73. mínútu með marki frá Kevin Sheedy.

Myndband af þessari lygilegu uppákomu má sjá hér að neðan en þar lýsir sjálfur Gary Lineker því fyrir okkur hvað fór í gegnum huga hans á þessum furðulegu augnablikum. Aldrei hafði almennilega fengist staðfest hvort Lineker hefði raunverulega gert í buxurnar en árið 2010, þegar Gary Lineker hélt upp á fimmtugsafmæli sitt, viðurkenndi hann fúslega hvað gerðist í raun og veru í léttu spjalli við BBC. Þar grínaðist Lineker meðal annars með það að varnarmenn Íra hefði átt í miklum vandræðum með að dekka hann eftir þessa uppákomu, af augljósum ástæðum!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vel heppnað þing þar sem Arnar og Þorsteinn sátu fyrir svörum

Vel heppnað þing þar sem Arnar og Þorsteinn sátu fyrir svörum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool vonast til að Arsenal takist ekki ætlunarverkið

Liverpool vonast til að Arsenal takist ekki ætlunarverkið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Minnast Erlendar sem féll frá í mánuðinum – „Var glaðlyndur og glettinn“

Minnast Erlendar sem féll frá í mánuðinum – „Var glaðlyndur og glettinn“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fimm lið berjast um þrjú laus sæti – Þetta þarf hvert og eitt lið að gera til takast ætlunarverkið

Fimm lið berjast um þrjú laus sæti – Þetta þarf hvert og eitt lið að gera til takast ætlunarverkið
433Sport
Í gær

Gæti óvænt farið til London fyrir tæpa 14 milljarða

Gæti óvænt farið til London fyrir tæpa 14 milljarða
433Sport
Í gær

Tottenham er Evrópudeildarmeistari – Fyrsti titill liðsins í 17 ár

Tottenham er Evrópudeildarmeistari – Fyrsti titill liðsins í 17 ár
433Sport
Í gær

Fyrrum Liverpool-maðurinn kallar þetta gott

Fyrrum Liverpool-maðurinn kallar þetta gott