fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Manchester City bannað frá Meistaradeildinni næstu tvö tímabil: Brutu reglur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. febrúar 2020 18:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City hefur verið bannað frá keppni í Meistaradeild Evrópu næstu tvö tímabil, félagið verður í banni á næstu leiktíð og leiktíðinni þar á eftir. Félagið hefur þó staðfest að það muni áfrýja dómi UEFA.

UEFA hefur staðfest þennan úrskurð en City braut reglur er varðar fjárhagreglur og þarf að greiða 30 milljónir punda í sekt.

Málið var tekið fyrir í dag og dómur staðfestur, ekki hefur verið staðfest en líklegt er að fimma sætið í ensku úrvalsdeildinni muni því gefa sæti í Meistaradeildinni. Ef áfrýjun City heppnast ekki.

Allar líkur eru á að City muni áfrýja þessum dómi en verði hann staðfestur, er líklegt að félagið verði í vandræðum með að halda sínum bestu leikmönnum.

City má heldur ekki taka þátt í Evrópukeppninni. City braut reglur sem öll félög þurfa að fara eftir og segir í dómnum að City hafi ekki viljað vinna með dómnum þegar kom að því að rannsaka málið.

City hefur staðfest að félagið muni áfrýja þessum dómi til Court of Arbitration for Sport, félagið segir UEFA ekki hafa verið sanngjarnt í nálgun sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“