fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

50 milljóna króna tap KSÍ

Victor Pálsson
Föstudaginn 14. febrúar 2020 19:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur birt ársreikning sinn fyrir árið 2019 og þar kemur í ljós að sambandið hefur tapað um 50 milljónum króna.

Gert var ráð fyrir 30 milljóna króna hagnaði áður en árið hófst sem eru mikil vonbrigði í alla staði.

Rekstrartekjur sambandsins á árinu voru 1,500 milljónir króna eða 20 milljónum meira en áætlað var.

Af heimasíðu KSÍ:

Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2019 voru rúmar 1.500 mkr., eða um 20 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarkostnaður var einnig hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir, eða tæplega 1.459 mkr. Rekstrahagnaður ársins fyrir ráðstöfun til aðildarfélaga var tæpar 70 mkr., en á árinu ráðstafaði KSÍ rúmum 120 milljónum króna beint til aðildarfélaga, vegna styrkja til barna- og unglingastarfs, leyfiskerfis og fleiri verkefna. Tap samstæðu Knattspyrnusambands Íslands á árinu 2019 nam því um 50 mkr. Samkvæmt efnahagsreikningi samstæðunnar nema eignir um 1.393 mkr. og bókfært eigið fé í árslok er um 696 mkr.

Í fjárhagsáætlun 2020 er gert ráð fyrir að framlög til aðildarfélaga verði 128,5 mkr. en var rúmar 120 mkr. árið 2019. Framlag KSÍ til barna-og unglingastarfs er áætlað 60 mkr., greiðslur vegna leyfiskerfis rúmar 30 mkr., verðlaunafé móta rúmar 17 mkr. og þá er gert ráð fyrir að hlutur KSÍ vegna ferðaþátttökugjalds hækki úr rúmum 6 mkr. 2019 í 12,6 mkr. árið 2020.

Rekstraráætlun ársins 2020 gerir ráð fyrir 65 mkr. tapi. Helstu skýringar eru 91 mkr. kostnaður vegna áhrifa umspils í mars og aukinn kostnaður við rekstur Laugardalsvallar og landsliða. Við gerð rekstraráætlunar var litið til rekstrar sambandsins til loka ársins 2023 og þær sveiflur sem einkenna rekstrarumhverfi sambandsins metnar. Það er markmið KSÍ að ná hagstæðari samningum við Reykjavíkurborg vegna reksturs Laugardalsvallar og lækka rekstrarkostnað

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Endar Jordan Pickford í London í sumar?

Endar Jordan Pickford í London í sumar?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld
433Sport
Í gær

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Í gær

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið