fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Albert segir að enginn sé tilbúinn að kyngja stoltinu: ,,Get ekki sagt að hún sé góð“

Victor Pálsson
Mánudaginn 9. september 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir Íslendingar sem þekkja það að spila í Hollandi en margir taka sitt fyrsta skref í atvinnumennsku þangað.

Einn af þeim er Albert Guðmundsson en hann er í dag á mála hjá AZ Alkmaar en var áður hjá Heerenveen og PSV Eindhoven.

Albert þekkir það vel að spila í næst efstu deild Hollands og fengum við hann til að útskýra aðeins fótboltann í Hollandi.

Albert var gestur í hlaðvarpsþættinum 90 mínútur fyrir helgi hér á 433.is og svaraði þessari spurningu.

,,Ég ætla ekki að segja að hún sé góð. Það er enginn tilbúinn að kyngja stoltinu og segja að þeir séu ekki nógu góðir í fótbolta og leggja rútunni,“ sagði Albert um næst efstu deild.

,,Það vilja allir spila frá markmanni og reyna að verða góðir í fótbolta. Þetta er svolítið útaf Johan Cruyff.“

,,Það voru allir til í að spila hápressu þannig þetta var skemmtilegur bolti með mikið af mörkum.“

,,Það hefur oft verið sagt að það henti sóknarmönnum að spila í Hollandi en það kemur ekkert upp í hendina á neinum.“

,,Alfreð [Finnbogason] skoraði ekki bara mörk því hann spilaði í Hollandi, hann er geggjaður striker og skorar því fullt af mörkum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Í gær

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög