fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433

Neville vissi um leið að Keane væri búinn hjá United: ,,Vissi að þetta væri búið“

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. september 2019 10:10

Roy Keane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur tjáð sig um fyrrum samherja sinn, Roy Keane.

Keane var sparkað burt frá United árið 2005 en samband hans og Sir Alex Ferguson var ekki gott seinni ár ferilsins.

Keane gagnrýndi liðsfélaga sína harkalega í viðtali árið 2004 og tókst aldrei að snúa blaðinu við eftir það.

Ferguson lét leikmenn United horfa á það viðtal með Keane í klefanum og vissi Neville um leið að Írinn væri á förum.

,,Ég sá það sama gerast með David Beckham en það gerðist á um sex til átta mánuðum hjá United,“ sagði Neville.

,,Með Roy og stjórann þá voru alltaf góðar líkur að eitthvað myndi fara úrskeiðis.“

,,Stjórinn kom í búningsklefann og um leið og hann sagði að við þyrftum að horfa á myndband þá vissi ég að þetta væri búið.“

,,Ég þekkti Roy og ég þekkti þjálfarann og taldi að þetta væri búið spil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Í gær

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer