Frank Lampard, stjóri Chelsea, segir að sínir menn hafi átt meira skilið gegn Liverpool í dag.
Chelsea mætti Liverpool á Stamford Brige en þurfti að sætta sig við 2-1 tap að lokum.
Lampard segir þó að Chelsea hafi verið betra en Liverpool í dag og var ánægður með ýmsa hluti.
,,Miðað við frammistöðuna þá vorum við betra liðið. Það var betri andi og orka í okkar leik,“ sagði Lampard.
,,Það er ástæðan fyrir því að stuðningsmennirnir klöppuðu í lokin. Við skulum byggja ofan á þetta.“