fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Valur grátlega nálægt titlinum – Svakaleg dramatík undir lokin

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. september 2019 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik 1-1 Valur
0-1 Fanndís Friðriksdóttir(41′)
1-1 Heiðdís Lillýardóttir(94′)

Val tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld er liðið mætti Breiðablik í 17. umferð sumarsins.

Leikið var á Kópavogsvelli í kvöld en Blikar máttu ekki tapa í kvöld annars færi titillinn til Vals.

Það voru Valsstúlkur sem komust yfir í kvöld og var útlitið lengi mjög bjart.

Fanndís Friðriksdóttir, fyrrum leikmaður Blika, kom Val yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Það leit lengi út fyrir að það myndi duga til að tryggja titilinn en það varð ekki niðurstaðan.

Heiðdís Lillýardóttir tryggði Blikum ótrúlegt stig í uppbótartíma er hún skallaði boltann í netið til að eyðileggja fyrir Val í bili.

Tvö stig skilja liðin því að fyrir lokaumferðina og er allt mögulegt. Valur er með 47 stig en Blikar 45.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“