fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |
433Sport

Brutust inn og tóku hundinn hans: Tilbúinn að borga hvað sem er – „Af hverju tókuð þið hann?“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Sturridge, fyrrum leikmaður Liverpool, er án félags þessa stundina en hann er staddur í Los Angeles.

Sturridge er í fríi í Bandaríkjunum en samningur hans við Liverpool rann út í lok síðasta mánaðar.

Englendingurinn er í sárum sínum þessa stundina en það var brotist inn í húsið hans í Los Angeles um helgina.

Sturridge leitar að hundinum sínum Lucci en talið er að honum hafi verið stolið.

Sturridge sýndi hvernig þjófarnir komust inn í húsið sitt og má sjá að ein hurðarrúða hefur verið mölbrotin.

„Það hefur einhver brotist inn til mín í LA og hundinum mínum var stolið. Hver sem þú ert, ég skal borga þér hvað sem er,“ sagði Sturridge.

„Mér er alvara. Ég vil vita hver tók hann. Ég vil vita hvað átti sér stað. Af hverju tókuð þið hundinn minn?“

Sturridge er reiðubúinn að borga 20–30 þúsund pund ef einhver nær að finna hundinn hans á næstu dögum.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Lukkudýr Manchester United fór yfir strikið – Pirraði marga

Sjáðu myndbandið: Lukkudýr Manchester United fór yfir strikið – Pirraði marga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjórinn fékk nóg og gerði það sem margir telja vera bannað: ,,Mér fannst þetta glatað og hætti að halda með þeim“

Bæjarstjórinn fékk nóg og gerði það sem margir telja vera bannað: ,,Mér fannst þetta glatað og hætti að halda með þeim“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Magni kom öllum á óvart í Keflavík

Magni kom öllum á óvart í Keflavík
433Sport
Fyrir 3 dögum

Fyrrum knattspyrnustjarna skotin til bana – Morðtilraun sem heppnaðist

Fyrrum knattspyrnustjarna skotin til bana – Morðtilraun sem heppnaðist