fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Plús og mínus: Ótrúleg mæting í toppslagnum

Victor Pálsson
Mánudaginn 1. júlí 2019 21:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið KR er nú með fjögurra stiga forskot í Pepsi Max-deild karla eftir leik við Breiðablik í kvöld.

Það var boðið upp á ágætis leik á Meistaravöllum en tvö mörk voru skoruð og það gerðu heimamenn.

Kristinn Jónsson gerði fyrra mark KR í kvöld áður en Óskar Örn Hauksson bætti við öðru.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Þetta er risastórt fyrir KR-inga. Eru nú með fjögurra stiga forskot á toppnum þegar seinni umferðin fer að hefjast.

Vörn KR-inga fær hrós fyrir sína frammistöðu í kvöld. Blikar eru með öfluga sóknarmenn sem náðu ekki að láta ljós sitt skína.

Mætingin og stemningin var frábær á Meistaravöllum. Miðjan, stuðningsmannasveit KR, söng og trallaði allan leikinn.

Það voru yfir 3000 manns á vellinum í kvöld. Það sést svo sannarlega ekki á hverjum degi í efstu deild hér á landi. Geggjað.

Leikur KR er bara mun agaðari en síðustu ár. Rúnar er frábær þjálfari og hann hefur komið með ákveðna ró inn í leik liðsins.

Sigur KR var nokkuð verðskuldaður en bæði lið vildu stigin. Það var hiti á KR vellinum og menn börðust fyrir sínu. Alvöru toppslagur.

Mínus:

Stjörnur Blikaliðsins voru bara ekki með í kvöld. Þar ber helst að nefna Aron Bjarnason sem sýndi svo gott sem ekkert í mikilvægasta leik sumarsins.

Blikar urðu fyrir áfalli er Gunnleifur Gunnleifsson þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik. Vonandi fyrir þá eru meiðslin ekki alvarleg.

Hlynur Örn Hlöðversson endaði leikinn í marki Blika en hann gerði sig sekan um hörmuleg mistök í seinna marki KR. Óskar Örn átti skot beint á Hlyn sem misreiknaði flug boltanns og fór hann í netið.

Ívar Örn dómari hefur átt betri leiki. Mér fannst hann vera með slæm tök á leiknum í kvöld og voru nokkrar ákvarðanir umdeildar.

Þetta var í raun prófið sem Blikar máttu ekki falla á. Verða að svara fyrir sig í næstu umferð og halda haus.

Höskuldur Gunnlaugsson kom ekkert við sögu hjá Blikum? Af hverju? – Liðið þarf á marki að halda og hann skoraði tvö í síðasta leik. Óskiljanleg ákvörðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tilkynning um andlát vekur óhug – Ofbeldinu í borginni linnir ekki

Tilkynning um andlát vekur óhug – Ofbeldinu í borginni linnir ekki
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði
433Sport
Í gær

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu
433Sport
Í gær

Einn ríkasti maður Indlands færði Messi gjöf – Kostar 155 milljónir króna

Einn ríkasti maður Indlands færði Messi gjöf – Kostar 155 milljónir króna