fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Helgi Seljan lætur Vesturbæinga heyra það: ,,Aðkeypt hyski sem reyna að snobba sig upp um stærð“

Victor Pálsson
Mánudaginn 1. júlí 2019 21:40

Helgi Seljan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn Helgi Seljan Jóhannsson fylgdist með stórleik KR og Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Um var að ræða gríðarlega mikilvægan leik í baráttunni um toppsætið en KR hafði betur, 2-0.

Mætingin á Meistaravelli var stórkostleg í kvöld en yfir 3000 manns létu sjá sig í stúkunni.

Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Blika, þurfti að hlusta á baul úr stúkunni frá KR-ingum en hann er uppalinn Valsari.

Helgi hraunaði yfir þá hegðun KR-inga á Twitter-síðu sinni í kvöld og sparaði ekki stóru orðin.

,,Djöfull er það aumt að hlusta á þetta aðkeypta hyski þarna í Vesturbænum, reyna að snobba sig upp um stærð á primaloft-úlpum með að púa á Arnar Svein,“ skrifaði Helgi.

Arnar kom til Breiðabliks frá Val fyrir þetta tímabil og hefur staðið sig vel síðan hann samdi.

Það var mikill hiti í Vesturbænum í kvöld enda var mikið undir og var ekkert gefið eftir bæði innan sem utan vallar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga