fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Þrír sendir heim eftir að hafa leigt sér vændiskonur: „Ég sagði honum að klára sig af og drulla sér svo heim“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. júní 2019 14:53

Duarte, þjálfari liðsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikmenn Nicaragua, hafa verið sendir heim af Gullbikarnum eftir hafa leigt sér vændiskonur. Þetta gerðu þeir eftir 4-0 tap gegn Kosta Ríka.

Henry Duarte, þjálfari liðsins,  sendi leikmennina heim eftir að öryggisverðir á hótelinu vöktu hann. Þeir höfðu tekið eftir því að vændiskonur, voru að fara inn á herbergi þeirra.

Um er að ræða leikmennina, Marlon Lopez, Carlos Montenegro og Carlos Chavarria sem allir eru farnir heim.

Atvikið átti sér stað á aðfaranótt sunnudags. ,,Öryggisverðir á hótelinu vöktu mig 01:00, mér voru sýnd myndbönd af þremur leikmönnum að fara inn á herbergi sín,“ sagði Duarte, þjálfari liðsins.

,,Mér var tjáð hvaða leikmenn þetta voru, ég fór inn á herbergi Montenegro og Chavarria, og sagði þeim að pakka saman og fara.“

,,Svo var mér hleypt inn á þriðja herbergið og þar var stúlka að koma úr sturtu. Þar var líka Marlon Lopez, klukkan var 02:00. Ég sagði honum að klára sig af, síðan ætti hann að pakka í töskur þegar það væri búið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni