fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Fanney berst fyrir lífi sínu á líknardeild: Kórdrengir vilja hjálpa henni – Þessir bolir komnir í sölu

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 16. júní 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórdrengir í 3 deild karla í fótbolta, hafa í dag hrint af stað styrktarverkefni til styrktar #fyrirfanney málefninu. Myllumerkið #fyrirfanney vísar til baráttu Fanneyjar Eiríksdóttur, sem er 32 ára og greindist með krabbamein þegar hún var gengin 20 vikur með sitt seinna barn fyrir tæpu ári síðan.

Hún hefur undirgengst fjölda meðferða á þessum stutta tíma og hefur nú verið lögð inn á líknardeildina í Kópavogi en er þó hvergi hætt að berjast.

Fanney skömmu eftir að sonur hennar fæddist

Til styrktar þessarar sterku konu og fjölskyldu hennar hafa Kórdrengir látið sérútbúa boli sem nú eru til sölu og rennur allur ágóði sölunnar til fjölskyldunnar. Bolirnir kosta litlar 2.500 krónur og fást í öllum stærðum, frá XS – 2XL, í bæði hvítu og svörtu og eru þeir merktir Kórdrengjum og #fyrirfanney. Hvetjum við að sjálfsögðu alla til að verða sér úti um einn bol eða fleiri til þess að styrkja Fanney og fjölskyldu á þessum erfiðu tímum.

Í samráði við styrktaraðila Kórdrengja þá verður hægt að nálgast bolina á Prikinu á Laugavegi (frá og með núna) og bílasölunni Diesel við Klettháls 15 (frá og með mánudeginum). Einnig er hægt að leggja í lið og borga inn á styrktareikning Kórdrengja sem að sjálfsögðu rennur til styrktar #fyrirfanney.

Kennitala: 510419-1030
Styrktarreikningur: 0133-15-200223

Kórdrengir gerðu í samstarfi við Reyni snappara, myndband sem vekur athygli ykkar á málefninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Milljónamæringur áreitti leikmann Liverpool – Þurfti að fá öryggisverði til að fylgja sér til og frá vinnu

Milljónamæringur áreitti leikmann Liverpool – Þurfti að fá öryggisverði til að fylgja sér til og frá vinnu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nokkur íslensk landslið fá að vita hverjir andstæðingarnir verða í vikunni

Nokkur íslensk landslið fá að vita hverjir andstæðingarnir verða í vikunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal vinnur deildina þægilega þrátt fyrir tap en skelfileg niðurstaða bíður United og Liverpool

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal vinnur deildina þægilega þrátt fyrir tap en skelfileg niðurstaða bíður United og Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Maddison reynir fyrir sér á skjánum við hlið Jamie Carragher í kvöld

Maddison reynir fyrir sér á skjánum við hlið Jamie Carragher í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Albert svaraði fyrir sig fullum hálsi

Albert svaraði fyrir sig fullum hálsi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Má fara frá Liverpool fyrir klink í janúar

Má fara frá Liverpool fyrir klink í janúar
433Sport
Í gær

Geta ekki nafngreint manninn sem á að hafa buffað mann og annan í London

Geta ekki nafngreint manninn sem á að hafa buffað mann og annan í London
433Sport
Í gær

Óli Jó baunar á vinnuveitendur sína til margra ára og sendir Jóhannesi sneið vegna viðtals – „Ég skil þessa ákvörðun engan veginn“

Óli Jó baunar á vinnuveitendur sína til margra ára og sendir Jóhannesi sneið vegna viðtals – „Ég skil þessa ákvörðun engan veginn“