fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Allt breytist þegar fótboltinn fer af stað: ,,Að jafnaði eru þeir rólegir í kaffibollanum sínum“

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. maí 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Ögmundur Kristinsson, sem hefur verið einn besti markvörður Íslands síðustu ár, hann hefur á fimm ára atvinnumannaferli leikið í Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og nú Grikklandi.

Ögmundur átti frábæra tíma í Grikklandi í vetur og er eftirsóttur biti. Hann hefur upplifað erfiða tíma á ferlinum líkt og flestir sem fara í atvinnumennsku, hann ræðir um allt sem hefur gengið á.

Ögmundur samdi við AEL í Grikklandi á síðasta ári en hann var áður samningsbundinn Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni.

Það eru aðrir íslenskir leikmenn sem hafa spilað í Grkklandi og má nefna Eið Smára Guðjohnsen, Alfreð Finnbogason og Sverri Inga Ingason.

Ögmundur talar vel um grísku deildina sem er mjög sterk en menningin er þó allt öðruvísi þar en annars staðar í Evrópu.

Grikkinn er þekktur fyrir það að vera ansi blóðheitur en Ögmundur segir að þeir séu að jafna rólegir fyrir utan knattspyrnuvöllinn.

,,Þetta er mjög sterk deild með mjög sterkum liðum í. Það gleymist aðeins þegar maður hugsar um grísku deildina,“ sagði Ögmundur.

,,Þessi stóru lið eru virkilega góð og virkilega sögufræg líka í Evrópukeppnum. Það var eiginlega no brainer að fara þangað.“

,,Þetta er öðruvísi kúltúr, að jafna eru þeir frekar rólegir Grikkirnir, þeir eru bara í kaffibollanum sínum á kaffihúsi að slaka á.“

,,Svo virðast þeir umturnast svolítið þegar fótboltinn byrjar. Leikmenn og þá sérstaklega dómarar fá að heyra það vel.“

,,Það er gott að búa þarna. Þú þarf að koma þér inn í kúltúrinn, matarvenjur og svona, þeir borða seint á kvöldin útaf hitanum, búðirnar eru lokaðar frá eitt til sex nánast alla daga.“

,,Um leið og þú kemur þér inn í það þá er ekki yfir neinu að kvarta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“