fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Gylfi eftir mikilvægan sigur: Heimsklassa slútt hjá Viðari

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. mars 2019 22:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Andorra:

,,Þetta er mjög fínt, leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við. Yrði hægur leikur og þeir yrðu með marga í vörn, það er fínt að vera búinn að koma hingað og ná í þrjú stig,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, stjarna íslenska landsliðsins eftir 2-0 sigur á Andorra í kvöld.

Leikurinn fór fram á gervigrasi sem hafði áhrif á leik íslenska liðsins, að auki spilaði Andorra fast og leiðinlega.

,,Mjög erfitt að spila á þessu, mjög leiðinlegt, erfitt að spila boltanum á þessu. Boltinn hoppaði mjög mikið, ekki besta gervigrasið. Markið í fyrri hálfleik, breytti leiknum. Við komnir með stjórn á leiknum, við vissum að þeir væru ekki að fara að skora tvö mörk.“

Viðar Örn Kjartansson skoraði annað markið, það var af dýrari gerð.

,,Mjög gott mark, heimsklassa slútt, tekur hann í fyrsta. Það er ekki auðvelt að taka boltann svona, frábær tímasetning fyrir annað markið. Við höfum flestir að ég held spilað á 60-70 prósent, við vorum að spara okkur undir lokin. Mjög gott að klára þetta, halda hreinu og þrjú stig.“

,,Við getum að sjálfsögðu náð einhverju gegn Frökkum, spila betur en á Evrópumótinu. Þegar við spilum vel á móti stóru þjóðunum þá erum við í möguleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“