fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Ef þú ætlar á EM næsta sumar er hægt að sækja um miða í vikunni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. desember 2019 14:39

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opnað verður fyrir almenna miðasölu á úrslitakeppni EM 2020 þann 4. desember. Um er að ræða annan umsóknargluggann í röðinni, en sá fyrsti var opinn í sumar sem leið – frá 12. júní til 12. júlí – og þar bárust 19,3 milljónir umsókna um 1,5 milljón miða sem voru í boði.

Í þessum næsta umsóknarglugga, sem lokar 18. desember, geta stuðningsmenn þeirra liða sem hafa tryggt sitt sæti í lokakeppninni sótt um miða á leiki síns liðs, og jafnframt getur hinn almenni stuðningsmaður sótt um miða á alla leiki í mótinu. Fyrir stuðningsmenn Íslands er mikilvægt að vita að í apríl opnar síðan sérstakur gluggi fyrir stuðningsmenn þeirra liða sem komast í gegnum umspilið, og þá eru seldir miðar í sérstök svæði stuðningsmanna þess liðs á hverjum leikvangi. Öll miðasala á mótið (í desemberglugganum og aprílglugganum) fer fram í gegnum miðasöluvef UEFA.

Ef umsækjandi fær miða í gegnum umsókn sína í glugganum í desember, þá getur sami umsækjandi ekki líka sótt um miða í glugganum sem opnar í apríl fyrir stuðningsmenn þeirra liða sem komast í gegnum umspilið í mars. Ekki er hægt að tryggja að miði keyptur í gegnum almenna gluggann sé í sæti á meðal eða nærri harðasta kjarna stuðningsmanna tiltekinna liða.

Komist Ísland í lokakeppnina í gegnum umspilsleikina, sem fram fara 26. og 31. mars, er ljóst að íslenska liðið leikur í F-riðli, ásamt Portúgal, Frakklandi og Þýskalandi. Ísland myndi þá mæta Portúgal 16. júní í Búdapest, Frakklandi 20. júní, einnig í Búdapest og loks Þýskalandi í München 24. júní. Knattspyrnuáhugafólk um allan heim getur því strax í desemberglugganum sótt um miða á mögulega leiki Íslands í riðlinum, eins og alla aðra leiki í keppninni, hvort sem um ræðir leiki í riðlakeppni eða útsláttarkeppni.

Í apríl opnar síðan sérstakur endursöluvefur fyrir miða sem miðakaupendur geta ekki nýtt af ákveðnum ástæðum. Allir miðar sem keyptir eru á leikina verða afhentir í gegnum sérstakt app fyrir úrslitakeppni EM 2020. KSÍ vill hvetja áhugasama til að kynna sér vel miðasöluvef UEFA, algengar spurningar og svör, og skilmála sem gilda um miðaumsóknir og miðakaup.

Til að geta sótt um miða á leiki Íslands í apríl-glugganum (komist íslenska liðið í gegnum umspilið í mars) þarf umsækjandinn að vera skráður sem viðtakandi fréttabréfs KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rashford hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Rashford hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum þjálfari United efstur á óskalista Brighton í sumar

Fyrrum þjálfari United efstur á óskalista Brighton í sumar
433Sport
Í gær

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum
433Sport
Í gær

Meistaradeildin: Dortmund hafði betur gegn PSG

Meistaradeildin: Dortmund hafði betur gegn PSG