fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Eiður Smári segir fjármál vera einkamál: „Ég hef aldrei borið sérstaklega virðingu fyrir pening“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 20:00

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen fer yfir víðan völl í FantasyGandalf, hlaðvarpsþættinum. Þar ræðir hann ýmis mál og meðal annars fjármál sín.

Augljóst var að Eiður vildi ekkert ræða málið sérstaklega og eðlilega. Hugi Halldórsson, góður vinur Eiðs Smára spurði hann um málið. ,,Horfðir þú ekkert á Sveppa þættina?,“ sagði Eiður um málið og vitnaði þar í þættina sem hann gerði með Sveppa, hann hefur aldrei viljað tala um fjármál sín, eðlilegt að flestra mati.

Eiður er meðvitaður um málið, sem einn frægasti einstaklingur í sögu Íslands, að hans mál verða rædd á kaffistofum landsins. ,,Ef maður er fastur í því að hlusta á allar sögusagnir þá væri lífið frekar erfitt. Ég hef aldrei borið sérstaklega virðingu fyrir pening og ekki nægilega, oft á tíðum eytt of miklu,“ sagði Eiður.

Mest var talað um fjármál Eiðs á hrunárunum. ,,Að fara að tala um hvað gerðist í hruninu, maður spyr ekki mann út á götu, hvernig hann hefur það eftir hrunið? Það þurfti alltaf að tala um hrunið, í hvaða boði sem er,“ sagði Eiður.

Hann kveðst hafa það gott í dag. ,,Ég hef það fínt, ég er nokkuð léttur.“

,,Það er skrifað um fólk sem er opinbert og sögur fara af stað. Mikið spáð í launum hjá hverjum og einum, að ég fari að tjá mig um þetta. Fjármál eru einkamál fyrir hvern og einn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Í gær

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar