Það er ný stjarna komin upp á sjónarsviðið í knattspyrnunni en sá strákur ber nafnið Erling Braut Haland.
Haland er 19 ára gamall Norðmaður en hann skrifaði undir samning við RB Salzburg fyrr á þessu ári.
Haland kom til félagsins frá Molde í Noregi þar sem hann skoraði 14 mörk í 39 deildarleikjum sem táningur. Strákurinn er einn allra efnilegasti leikmaður heims og er byrjaður að raða inn mörkum með Salzburg.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United gaf Haland sín fyrstu tækifæri í meistaraflokki, hjá Molde.
Haland hefur skorað 22 mörk í 16 leikjum í öllum keppnum, Solskjær vill fá hann til félagsins. Hann sendi Simon Wells, yfirnjósnara til Austurríki á dögunum. Hann vill tryggja það að United hafi öll gögn um Haland.
United ætlar að reyna að kaupa framherjann og gæti það komið til greina í janúar, fleiri stórlið hafa áhuga á Haland sem er afar eftirsóttur.