Mánudagur 09.desember 2019
433Sport

Davíð fór í brúðkaup og það kostaði sitt: ,,Ég hefði brugðist allt öðruvísi við hefði ég verið eldri“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. nóvember 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Þór Viðarsson var gestur í hlaðvarpsþættinum 90 Mínútur á föstudag en þá fór þátturinn í loftið.

Davíð er vel þekktur hér á landi en hann gerði það gott sem atvinnumaður og lék lengi með FH hér heima.

Hann ákvað að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið í sumar þar sem FH tókst að komast aftur í Evrópukeppni.

Davíð lék með Lilleström í Noregi á sínum tíma og segir ansi furðulega sögu frá þeim tíma er hann fór í brúðkaup bróður síns.

Davíð hafði spilað reglulega áður en hann tók sér einn dag í frí og hafði það verulega slæm áhrif.

,,Svo er brúðkaup hjá bróður mínum og ég segi við þjálfarann, því ég var búinn að biðja um frí og ég var ekkert að spila og hann segir að það sé ekkert mál,“ sagði Davíð.

,,Ég fer til hans og segi við hann að það sé brúðkaup á laugardeginum og að ég myndi missa af æfingunni á laugardaginn, það var leikur á sunnudag. Ég sagðist ætla koma aftur á laugardagskvöld.“

,,Ég spurði hvort þetta myndi hafa einhver áhrif á stöðu mína í liðinu, hann segir nei nei nei. Svo fór ég í brúðkaupið, kem aftur og þá er liðið tilkynnt og ég er á bekknum. Ég var 19 ára þarna og ef þetta hefði gerst þegar ég var eldri hefði ég brugðist allt öðruvísi við.“

,,Það eina sem ég segi er: ‘já ókei, af hverju?’ – Hann sagði að þessi hentaði betur í þennan leik. Frábær útskýring. Svo kemst ég ekki aftur í byrjunarliðið í einhverja 4-5 leiki og svo fótbrotnaði ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þakkar stuðninginn eftir að tveggja ára dóttir þeirra lést: „Þið hafið gefið okkur von, að heimurinn getur staðið saman á svona stundu“

Þakkar stuðninginn eftir að tveggja ára dóttir þeirra lést: „Þið hafið gefið okkur von, að heimurinn getur staðið saman á svona stundu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt á suðupunkti hjá FH: Ágreiningurinn er peningalegs eðlis – Foreldrar segja sig frá störfum

Allt á suðupunkti hjá FH: Ágreiningurinn er peningalegs eðlis – Foreldrar segja sig frá störfum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var á leið til stórliðs en verður nú lengi frá

Var á leið til stórliðs en verður nú lengi frá
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skoraði sína fyrstu þrennu 38 ára – Setti met í gær í efstu deild

Skoraði sína fyrstu þrennu 38 ára – Setti met í gær í efstu deild
433Sport
Í gær

Samúel Kári bikarmeistari í Noregi

Samúel Kári bikarmeistari í Noregi
433Sport
Í gær

Mætti Neymar og lætur hann heyra það: ,,Hann þarf að ögra öllum“

Mætti Neymar og lætur hann heyra það: ,,Hann þarf að ögra öllum“