Miðvikudagur 20.nóvember 2019
433Sport

Alfreð við hestaheilsu með jákvæðu sólgleraugun: „Náum árangri með jákvæðu hugarfari“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. október 2019 11:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason er mættur aftur í verkefni landsliðsins, hann lék síðast með liðinu í mars en hefur glímt við meiðsli. Alfreð er kominn af stað með Augsburg í Þýskalandi en var ónotaður varamaður um helgina.

,,Ég er við hestaheilsu, þetta var ákvörðun þjálfarans. Ég sá þetta sem kærkomið frí fyrir erfitt verkefni,“ sagði Alfreð en íslenska landsliðið mætir Frakklandi og Andorra á næstu viku, báðir leikir á Laugardalsvelli.

Endurkoma Alfreðs tók tíma en það var meðvitað, verið er að byggja líkama hans upp í komandi átök.

,,Það var ákveðið plan í gangi, sem gekk mjög vel. Ég er búinn að æfa í tvo og hálfan mánuð með liðinu, þetta var ekki eins og síðustu ár þar sem ég kem til baka og spila 90 mínútur. Þá ertu að bjóða hættunni heim að eitthvað annað gerist. Ég er ánægður með standið sem ég er í núna, þetta hefur verið slitið síðustu ár. Snýst um fyrir mig að binda saman leiki og koma mér í form.“

Frakkland sem mætir á Laugardalsvöll á föstudag er besta landslið í heimi, hvað eru raunhæfar væntingar að mati Alfreðs?

,,Það fer eftir því hvern þú spyrð, vill maður vera neikvæður, raunsær eða hvað, við setjum upp jákvæðu sólgleraugun. Við höfum unnið stórlið hér heima síðustu ár, það er með jákvæðu hugarfari, ekki neikvæðu. Við þurfum að halda einbeitingu í 90 mínútur.“

Viðtalið við Alfreð er í heild hér að neðan.

Ísland Frakkland: Alfreð Finnbogason – 08.10.19 from DV Sjónvarp on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jose Mourinho er nýr stjóri Tottenham

Jose Mourinho er nýr stjóri Tottenham
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svona gæti Tottenham litið út undir Mourinho – Kaupir stór nöfn

Svona gæti Tottenham litið út undir Mourinho – Kaupir stór nöfn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta sagði Eiður Smári áður en honum var vísað burt: ,,Fóru einhver 200 símtöl í að finna þetta út“

Þetta sagði Eiður Smári áður en honum var vísað burt: ,,Fóru einhver 200 símtöl í að finna þetta út“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hann er eina ástæðan fyrir því að Zlatan skrifaði undir

Hann er eina ástæðan fyrir því að Zlatan skrifaði undir
433Sport
Í gær

Henry viðurkennir erfiðleika: ,,Allir gera mistök“

Henry viðurkennir erfiðleika: ,,Allir gera mistök“
433Sport
Í gær

Segir að enginn vilji mæta liðinu sínu

Segir að enginn vilji mæta liðinu sínu