fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
433Sport

Sindri reiður íslenskum stjórnvöldum: „Minn­ir í raun svo­lítið á jarðarför, sem er kannski ekki til­vilj­un“

433
Fimmtudaginn 31. október 2019 09:12

Laugardalsvöllur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Sverrisson, blaðamaður á Morgunblaðinu baunar á stjórnvöld í blaði dagsins. Hann lastar stjórnvöld fyrir lélega kosti fyrir íslenska landsliðið, þegar kemur að heimavöllum.

Þannig eru öll stærstu landslið Íslands með óboðlegar aðstæður þegar kemur að heimaleikjum. Knattspyrnuvöllurinn er ekki leikhæfur nema yfir sumartímann og Laugardalshöll er á undanþágu eftir undanþágu. ,,Það er til skamm­ar og angr­ar mig al­veg rosa­lega hvernig stjórn­völd hafa dregið lapp­irn­ar varðandi upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja hér á landi. Í raun finnst mér þó meira pirr­andi að það skuli ekki vera hægt að setja fram skýr svör og stefnu í þess­um mál­um,“ skrifar Sindri í Morgunblaðið og er augljóslega afar reiður.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gæti þurft að fara með heimaleik sinn í lok mars á næsta ári, til Danmerkur eða Færeyja. Aðstæður hér á landi eru ekki viðunandi, það er Reykjavíkurborg og stjórnvöld sem hafa dregið lappirnar. ,,Nú eru bara fín­ar lík­ur á því að ís­lenska karla­landsliðið í fót­bolta þurfi að spila heima­leik ann­ars staðar en á Íslandi í mars. Við gæt­um hugs­an­lega haft sam­band við okk­ar gömlu herraþjóð Dani eða leitað á náðir Fær­ey­inga, sem manni virðist að séu mun bet­ur á tán­um en við í þess­um efn­um. Þetta er auðvitað öm­ur­leg staða. Á sama tíma er bara beðið eft­ir því að ekki megi leng­ur spila hand­bolta­lands­leiki hér á landi og aðstöðuleysið hér á landi varð til þess að Sel­fyss­ing­ar máttu ekki spila í Meist­ara­deild Evr­ópu í vet­ur. Frá­bært. Ég veit í raun ekki hvar keppn­isaðstaðan er góð á Íslandi. Er eitt­hvert íþrótta­landslið ánægt?.“

Íslensku landsliðin hafa náð mögnuðum árangri og ráðamenn duglegir að fagna árangri liðsins en láta ekki slag standa. ,,Ísland vann silf­ur á Ólymp­íu­leik­um og brons á Evr­ópu­móti í hand­bolta, og fót­bolta­landsliðin okk­ar hafa kom­ist á hvert stór­mótið á fæt­ur öðru, en íþrótta­heim­ur­inn hér á landi er verðlaunaður með blóm­um og koss­um. Minn­ir í raun svo­lítið á jarðarför, sem er kannski ekki til­vilj­un. Mætti ég frek­ar biðja um aðgerðir.“

,,Ég gæti hugs­an­lega fyr­ir­gefið all­an þenn­an seina­gang við upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja (það er að segja ef hann væri ekki orðinn svona mik­ill) ef stjórn­völd kæmu bara fram og segðu skýrt: „Sorrý, það eru ekki til nein­ir pen­ing­ar núna en við erum búin að reikna út að hægt verði að gera nýj­an völl og höll eft­ir 10 ár.“ En í staðinn hef­ur í mörg, mörg ár verið boðið upp á japl, jaml og fuður sem all­ir hafa svo gam­an af. Eng­in skýr svör um hvert við stefn­um og hvað verður gert hvenær. Ég hlakka til þess dags þegar úr þessu verður bætt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Kostaði hann 4 milljónir að rekast á Roy Keane á rauðu ljósi

Kostaði hann 4 milljónir að rekast á Roy Keane á rauðu ljósi
433Sport
Í gær

Arsenal byrjað að skera niður kostnað og láta tíu starfsmenn fara

Arsenal byrjað að skera niður kostnað og láta tíu starfsmenn fara
433Sport
Fyrir 2 dögum

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessir leikir á Englandi fara fram á hlutlausum velli

Þessir leikir á Englandi fara fram á hlutlausum velli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?
433Sport
Fyrir 3 dögum

Elfar byrjar í þriggja leikja banni eftir tryllinginn í fyrra

Elfar byrjar í þriggja leikja banni eftir tryllinginn í fyrra