Mánudagur 18.nóvember 2019
433Sport

Ekki á hreinu hvort Grótta muni greiða leikmönnum laun: „Ætlum að stunda ábyrga fjármálastjórn“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. október 2019 15:43

Birgir Tjörvi og Ágúst fyrir miðju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grótta réð í dag Ágúst Gylfason til starfa sem þjálfara liðsins, hann gerir þriggja ára samning við nýliðana í Pepsi Max-deildinni.

Birgir Tjörvi Pétursson, formaður Gróttu segir félagið hafa farið í mikla vinnu þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson, ákvað að segja upp störfum til að taka starf Ágústar hjá Breiðabliki. Grótta ræddi við nokkra þjálfara en Ágúst fær traustið

,,Við fórum strax í mjög mikla vinnu eftir að það var ljóst að við færum upp, við sögðum það í mikilli einlægni að það var ekki í plönum okkar að fara upp. Markmið félagsins var að festa sig í 1. deildinni, þetta var skemmtilegt. Þegar fráfarandi þjálfarateymi ákvað að sigla á ný mið, þá urðum við að hugleiða hvernig við getum nýtt þetta sem tækifæri,“ sagði Birgir í samtali við okkur í dag.

,,Við fórum að velta því fyrir okkur hvað liðið þyrfti í þessari stöðu, okkar niðurstaða var að það væri best fyrir okkur að reyna að byggja á reynslu. Kannski aðeins öðruvísi nálgun, það er okkar niðurstaða að þetta sé það besta fyrir okkur.“

Grótta hefur síðustu ár ekki greitt leikmönnum laun, Birgir á erfitt með að staðfesta hvort breyting verði á. Félagið sé að skoða málin.

,,Við höfum byggt okkar stefnu upp á því að stunda ábyrga fjármálastjórn, fara ekki fram úr okkur. Stefna okkur tekur mið af því, við höfum byggt upp á uppöldum leikmönnum. Þessi stefna hefur reynst okkur svona vel. Við viljum fjárfesta í þeirra uppbyggingu, það er það sem við ætlum að gera. Við erum ekki tilbúnir með öll svörin.“

Birgir segir að félagið muni áfram fjárfesta í ,,Við erum ekki að fara í slíka stefnu. Við sjáum það fyrir okkur að geta gert ýmislegt fyrir okkar leikmenn, sem gerir þá betri. Þjálfun sem bætir einstaklinginn.“

Verða þá enginn föst laun til leikmanna? ,,Við erum í okkar hugmyndavinnu um það hvernig við ætlum að byggja okkar lið upp, þú færði ekki skýrari svör en þetta.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Húðlatur Hazard
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er staðan á fimm stjörnum Liverpool sem voru í vandræðum á síðustu dögum

Þetta er staðan á fimm stjörnum Liverpool sem voru í vandræðum á síðustu dögum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Van Dijk ekki með Hollandi – Farinn heim

Van Dijk ekki með Hollandi – Farinn heim
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Raggi Sig: Mér leið hálf asnalega á vellinum

Raggi Sig: Mér leið hálf asnalega á vellinum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hamren útskýrir af hverju Ísland komst ekki á EM: ,,Ef þú horfir á aðra riðla þá er þetta ekki algengt“

Hamren útskýrir af hverju Ísland komst ekki á EM: ,,Ef þú horfir á aðra riðla þá er þetta ekki algengt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sindri Snær setur hanskana á hilluna: Rúnar fær mikið lof

Sindri Snær setur hanskana á hilluna: Rúnar fær mikið lof
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands í Moldóvu: Bætir Kolbeinn markamet Eiðs Smára?

Byrjunarlið Íslands í Moldóvu: Bætir Kolbeinn markamet Eiðs Smára?