Föstudagur 22.nóvember 2019
433Sport

Gascoigne ákærður: Sagði við lögregluna að hann hefði kysst feitabollu – „Ég grét um leið og þessu lauk“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. október 2019 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Gascoigne, fyrrum leikmaður enska landsliðsins situr í dómsal í dag vegna ákæru frá konu. Hún kærir hann fyrir atvik sem átti sér stað í lest á milli York og Newcastle á síðasta ári.

Gascoigne hefur glímt í mörg ár við áfengisvandamál, þetta kvöld var hann ölvaður um borð í lest.

Konan sakar um að hafa sest ofan á sig og síðan kysst sig án hennar vilja.

Fyrir framan dómara í dag kom fram að lögreglan hafi yfirheyrt Gascoigne skömmu eftir atvikið. Hann sagðist hafa kysst feitabollu í lestinni, hann hafi viljað hressa hana við eftir að aðrir voru að gera grín af þyngd hennar.

Gascoigne tjáði lögreglu að hann hefði síðustu 20 ár verið fórnarlamb í svona málum, mikið af konum hafi verið að kyssa hann án hans leyfis.

Konan kveðst hafa yfirgefið lestina í áfalli, hún segist ekki hafa vitað hver Gascoigne væri. ,,Munnurinn minn var lokaður, hann seti varir sínar yfir mínar. Þetta voru fimm sekúndur, ég grét um leið og þessu lauk. Ég var í áfalli,“ sagði konan fyrir framan dómara í dag.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mourinho sendi Kane smáskilaboð: „Þú ert besti framherji í heimi“

Mourinho sendi Kane smáskilaboð: „Þú ert besti framherji í heimi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Örlög Íslands koma í ljós snemma á morgun

Örlög Íslands koma í ljós snemma á morgun
433Sport
Í gær

Mourinho fær ekki krónu í janúar

Mourinho fær ekki krónu í janúar
433Sport
Í gær

Mourinho kennir Chelsea og United um: ,,Þessi akademía framleiðir alltaf leikmenn fyrir aðalliðið“

Mourinho kennir Chelsea og United um: ,,Þessi akademía framleiðir alltaf leikmenn fyrir aðalliðið“