fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Heimir Guðjónsson tekur við Val – ,,Ætlum að keppa um alla titla“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 2. október 2019 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson er mættur heim til Íslands og er nýr þjálfari Vals í efstu deild.

Heimir hefur undanfarin ár gert það gott í Færeyjum og vann titla með HB þar í landi.

HB varð bikar og Færeyjarmeistari undir stjórn Heimis sem var áður þjálfari FH hér heima.

Valur ákvað að framlengja ekki samning sinn við Ólaf Jóhannesson og tekur Heimir við keflinu af honum.

Tilkynning Vals:

Heimir Guðjónsson tekur að sér þjálfun meistaraflokks Vals í knattspyrnu karla

Stjórn knattspyrnudeildar Vals og Heimir Guðjónsson hafa komist að samkomulagi um að Heimir taki að sér þjálfun meistaraflokks Vals í knattpyrnu karla til næstu 4 ára. Heimir er einn sigursælasti þjálfari landsins en hann leiddi FH til Íslandsmeistaratitils fimm sinnum á tíu ára ferli sem þjálfari liðsins. Heimir var kosinn þjálfari ársins í Færeyjum á síðasta ári en hann gerði Havnar Bóltfelag af meisturum það sama ár og bikarmeisturum í ár.

Heimir lék 251 leik í efstu deild með KR, ÍA og FH og ríflega 300 meistaraflokksleiki alls á löngum ferli. Hann varð Íslandsmeistari með FH í tvígang sem leikmaður og einu sinni sem aðstoðarþjálfari, einnig lék hann sex A-landsliðsleiki.

„Það er mjög spennandi að koma til Vals á þessum tímapunkti, Valur hefur mikla sigurhefð, hefð sem ég ætla mér að viðhalda og styrkja. Valur er þannig félag að það vill alltaf leika til sigurs í öllum mótum. Það er mjög sterkur kjarni í liði Vals sem ætlar sér að keppa um alla titla á næsta ári.“ segir Heimir Guðjónsson nýráðinn þjálfari meistaraflokks Vals í knattspyrnu karla.

Stjórn knattspyrnudeildar Vals býður Heimi velkominn til starfa og væntir mikils af starfi hans fyrir félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“