fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Albert útskýrir af hverju hann yfirgaf stórliðið: ,,Það voru mörg spurningamerki“

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. september 2019 10:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson, leikmaður íslenskal landsliðsins, spilar í dag fyrir hollenska stórliðið AZ Alkmaar.

Albert ákvað að taka skrefið þangað á síðasta ári en hann var áður í vara- og aðalliði PSV Eindhoven sem er risafélag í Evrópu.

Albert var gestur í hlaðvarpsþætti 433.is á dögunum og ræddi þar þessa ákvörðun að skipta um félag.

Þar segir Albert að hann hafi rætt við Marc van Bommel, stjóra PSV, sem sýndi ákvörðuninni fullan skilning.

,,Ég átti eitt ár eftir af samningi og þurfti að vega og meta hvort að það væru leikmenn að fara eða ekki,“ sagði Albert um þá ákvörðun að fara frá PSV.

,,Það voru mörg spurningamerki um hvort fastaleikmenn væru að fara eða ekki. Eins og staðan var þá var enginn að fara og mér fannst ég þurfa að leita á önnur mið.“

,,Ég sagði við Van Bommel að ég ætti eitt ár eftir og að mig langaði ekki að skrifa undir aftur því ég var ekki viss hvað planið væri með mig.“

,,Hann var ekkert að koma í veg fyrir það, hann sagði bara ekkert mál og að það væri skiljanlegt að ég vildi fara einhver til að spila. Ég fór til AZ sem sýndi mér mikinn áhuga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líkur á að Trent verði heill heilsu fyrir endurkomuna á Anfield

Líkur á að Trent verði heill heilsu fyrir endurkomuna á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur