Juan Mata, leikmaður Manchester United, er ekki vinsæll á samskiptamiðlum þessa stundina.
Mata reyndist hetja United í gær gegn Kristiansund frá Noregi og gerði eina markið í 1-0 sigri.
Mark Mata kom á 92. mínútu í uppbótartíma en hann skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.
Það þykir þó ansi augljóst að Mata hafi látið sig falla í grasið án þess að fá snertinu frá markverði Kristiansund.
Norska smáliðið þurfti því að sætta sig við tap að lokum en sigurinn var ekki verðskuldaður miðað við sigurmarkið.
Dýfuna hjá Mata má sjá hér.
Game ends 1-0 to Manchester United after Mata wins and scores in stoppage time. Hate seeing our players dive, even in a friendly. Pathetic.#mufc #mufctour pic.twitter.com/bJZCLOxVD9
— Isaac (@MUFC__1999) 30 July 2019