fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

United staðfestir kaupin á Daniel James

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. júní 2019 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur loks staðfest að félagið hafi gengið frá kaupum á velska landsliðsmanninum Daniel James frá Swansea. James, sem er 21 árs, er búinn að skrifa undir fimm ára samning með möguleika á einu ári til viðbótar. Talið er að United greiði 15 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Uppgangur þessa eldfjóta vængmanns hefur verið magnaður undanfarið ár eða svo, en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Swansea í febrúar 2018. Hann spilaði svo sinn fyrsta landsleik fyrir Wales í nóvember í fyrra en áður hafði hann leikið fyrir yngri landsliðin.

„Daniel er mjög spennandi ungur kantmaður með mikla tæknilega getu, útsjónarsemi, mikinn hraða og vinnusemi,“ segir Ole Gunnar Solskjær, þjálfari United-liðsins, í frétt á heimasíðu United. Bætti hann við að Manchester United væri rétta félagið fyrir leikmanninn til að þróa hæfileika sína áfram.

Daniel James segir að dagurinn sem hann skrifaði undir hjá Manchester United hafi verið hans besti. „Ég hlakka mikið til. Enska úrvalsdeildin er sú besta í heimi og Manchester United er fullkomið félag fyrir mig. Ég er mjög stoltur og það er fjölskyldan mín líka, en ég er leiður yfir því að faðir minn hafi ekki getað upplifað þetta með okkur,“ segir James en faðir hans lést á dögunum. Faðir hans var sextugur en hann hafði glímt við veikindi áður en hann féll frá í maímánuði.

James spilaði 38 leiki fyrir Swansea á síðasta tímabili en í þeim skoraði hann 5 mörk og lagði upp 10.

Hér að neðan má svipmyndir af Daniel James:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Í gær

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Í gær

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“