Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, mun elska félagið allt sitt líf en hann þjálfaði félagið frá 1996 til 2018.
Þrátt fyrir erfið lokaár í London þá er Wenger goðsögn hjá Arsenal og vann ófáa titla á sínum fyrstu árum.
Wenger var mættur til Madrídar í gær þar sem hann sá úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Tottenham og Liverpool.
Wenger er öllu vanur og var ekki hræddur við það að klæðast Arsenal buxum á meðal stuðningsmanna Tottenham.
Wenger gekk um hótel stuðningsmanna Tottenham í buxum merktum Arsenal, eitthvað sem þykir vera ansi áhættusamt.
Það er mikill rígur á milli Arsenal og Tottenham en bæði lið eru staðsett í London. Tottenham tapaði leik gærdagsins 2-0 og þarf því að bíða með að fagna sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni.
Badge is the other side but this is the only photo I can find ❤️ pic.twitter.com/bknaICWuLD
— Onset (@OnsetMTH) 1 June 2019