Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, lét Ed Woodward, stjórnarformann félagsins heyra það í dag.
Van Gaal og Woodward unnu saman hjá United áður en sá fyrrnefndi var rekinn úr starfi.
Woodward er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna United en hann þykir ekki hafa mikið vit á knattspyrnu.
,,Hjá Bayern Munchen þá eru knattspyrnumenn við stjórnvölin. Ég kunni alltaf að meta það,“ sagði Van Gaal.
,,Hjá Manchester United hins vegar, þá er Ed Woodward stjórnarformaðurinn – einhver sem hefur engan skilning á fótbolta og var áður fjárfestir.“
,,Það getur ekki verið gott fyror félagið þegar það er aðeins keyrt á auglýsingatekjum.“