Eins og flestir vita þá vann Liverpool Meistaradeildina í gær en liðið spilaði við Tottenham í úrslitunum.
Leikurinn var spilaður á Wanda Metropolitano vellinum í Madríd og hafði Liverpool betur, 2-0.
Dejan Lovren var á varamannabekknum í gær en hann kom ekki við sögu í sigri þeirra rauðu.
Króatinn fagnaði þó að sjálfsögðu vel og innilega og fékk að taka með sér smá minjagrip heim til Liverpool.
Lovren klippti netið af öðru marki vallarins og tók með sér lítinn bút til að halda í.
Myndir af þessu má sjá hér.