Liverpool vann sigur í Meistaradeild Evrópu í gær en liðið mætti Tottenham í úrslitaleik keppninnar.
Leikið var á Wanda Metropolitano vellinum í Madríd og vann Liverpool að lokum 2-0 sigur.
Það var troðfullt á vellinum í gær og var frábær stemning í stúkunni er Liverpool fagnaði titlinum.
Eigandi Liverpool, John W. Henry var mættur á völlinn ásamt goðsögnum félagsins Kenny Dalglish og Ian Rush.
Þeir ferðuðust með bíl að vellinum í gær en vegna gríðarlegrar umferðar þurftu þeir að labba að vellinum.
Þremenningarnir ákváðu í sameiningu að labba restina til að ná leiknum sem enginn vildi missa af.
Þeir létu umferðina ekki stöðva sig og sáu Liverpool svo lyfta titlinum.