fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Plús og mínus: Líklega ekki margir með verri fótavinnu

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. júní 2019 18:50

Mynd: FH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik vann magnaðan sigur í Pepsi-Max deild karla í kvöld er liðið mætti FH í sjöundu umferð.

Eftir markalausan fyrri hálfleik þá tóku Blikar öll völd á vellinum og unnu frábæran 4-1 heimasigur.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þá voru Blikarnir algjörlega magnaðir í þeim seinni. Allt annað lið mætti til leiks og gekk frá gestunum.

Damir Muminovic var stórkostlegur í vörn Blika í dag. Það fór ekkert framhjá honum, algjör klettur.

Aron Bjarnason var á sama tíma magnaður. Tvö frábær mörk frá Aroni, það er leikmaður sem er með gríðarlega hæfileika.

Blikar voru á sama tíma agaðir og héldu bara áfram og áfram. Eftir að hafa komist yfir þá hættu þeir grænu ekki og settu bara í næsta gír.

Þeir grænu ætla sér  að berjast um titilinn. Komust á toppinn með sigrinum í dag og frammistaðan var upp á tíu.

Mínus:

Frammistaða FH í seinni hálfleik var til háborinnar skammar. Það þurfti oft bara eina langa sendingu og Blikar voru komnir í mjög ákjósanlega stöðu.

Vignir Jóhannesson var í marki FH í dag. Hann mun vilja gleyma þessum leik sem fyrst. Átti að verja fyrsta mark Blika og gaf það þriðja. Fyrir utan það þá var hann gríðarlega ótraustur er hann fékk boltann innan teigs.

Það er ljóst að FH saknar Gunnar Nielsen í markinu. Erfið staða sem Vignir er í en tæknilega eru líklega ekki margir verri en hann þegar kemur að fótavinnu. Þessar spyrnur í dag voru oft alveg ótrúlegar. Vignir kann alveg að verja bolta en fótavinnan er oft ótrúlega slöpp. Í þriðja markinu spilaði hann ‘sweeper keeper’ og gaf boltann beint á Blika sem skoruðu.

Ólafur Kristjánsson ákvað að taka fyrirliðann Davíð Þór Viðarsson af velli í hálfleik í stöðunni 0-0. Ef hann var ekki meiddur þá var sú ákvörðun undarleg og áhættusöm.

FH hefur nú fengið á sig 13 mörk í aðeins sjö leikjum. Eru í fjórða sætinu með 11 stig en markatalan er 12:13. Aðeins ÍBV hefur fengið á sig fleiri mörk.

Ef Steven Lennon getur komið inná sem varamaður nokkra leiki í röð þá getur hann byrjað leik. Það þarf að gerast strax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður