Franski miðillinn GFFN birti risafrétt á heimasíðu sinni í gær þar sem rætt er um samkynhneigðan atvinnumann sem neitar að koma undir nafni.
Þar er haft eftir rannsóknarblaðamanninum Alexandre Birraux að hann hafi rætt við samkynhneigða knattspyrnustjörnu árið 2011.
Þessi maður er ekki nafngreindur en hann er samkvæmt þessum fregnum landsliðsmaður og á að baki fjölmarga leiki í efstu deild í Frakklandi.
Birraux hitti leikmanninn fyrst er hann rannsakaði Noel Le Graet, forseta franska knattspyrnusambandsins sem þykir ekki styðja samkynhneigð í fótbolta.
Birraux og leikmaðurinn urðu fljótt nánir en blaðamaðurinn fékk ansi sorglegt símtal frá honum á sínum tíma.
,,Hann hringdi í mig grátandi, hann bað mig um að koma og hitta sig því hann gat ekki höndlað þetta lengur,“ sagði Birraux.
Birraux heldur áfram og segir að leikmaðurinn hafi óttast áreiti og að missa auglýsingasamninga vegna kynhneigðar sinnar.
Leikmaðurinn hefur enn ekki opinberað það að hann sé samkynhneigður og mun líklega bíða með það þar til ferlinum lýkur.
Hann nefnir það í samtali við Birraux að orð eins og ‘hommi’ og ‘faggi’ séu notuð til að hvetja aðra leikmenn áfram á æfingum, eitthvað sem særir hann dagsdaglega.