Það ættu einhverjir að muna eftir myndbandi af Wayne Rooney, fyrrum leikmanni Manchester United, sem gerði allt vitlaust árið 2015.
Þar mátti sjá Rooney boxa við félaga sinn Phil Bardsley og leit út fyrir að hefði rotast í eigin eldhúsi.
Rooney rifjaði upp þessa sögu í viðtali við BBC í gær og segir frá viðbrögðum Louis van Gaal, stjóra United á þessum tíma.
,,Ég og Bardsley höfðum verið úti. Við komum heim og settum á okkur hanskana,“ sagði Rooney.
,,Eftir að ég féll í gólfið þá var ég ekki rotaður. Myndbandið stoppar en við héldum áfram að berjast.“
,,Eftir að við vorum búnir þá var nefið á mér í rústi og það fossblæddi úr munninum á honum.“
,,Hann var uppalinn eins og ég og elskar box. Ég fór svo stuttu seinna að hitta Louis van Gaal.“
,,Ég sagði honum að það væri að birtast myndband af mér og Phil Bardsley berjast heima.“
,,Hann pissaði á sig úr hlátri. Honum fannst þetta drepfyndið.“