fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Klopp gæti skrifað bók sem enginn vill kaupa: ,,Ég er örugglega heimsmeistari“

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. júní 2019 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, elskar að koma sínum liðum í úrslit þó að það gangi ansi illa í úrslitaleiknum sjálfum.

Klopp hefur spilað sex úrslitaleiki á síðustu árum en þeir hafa allir tapast. Hann fær annað tækifæri í kvöld er Liverpool mætir Tottenham í úrslitum Meistaradeildarinnar.

Þjóðverjinn var spurður út í þennan árangur á blaðamannafundi í gær og hafði gaman að.

,,Ég velti því fyrir mér hvaða spurningar kæmu í dag því ég hef talað um allt annað,“ sagði Klopp.

,,Ef það er mér að kenna að ég hafi tapað sex úrslitaleikjum í röð þá þurfa allir að hafa áhyggjur.“

,,Hvað lærði ég á síðasta ári? Að hjólhestaspyrna af 18 metrum getur orðið að marki. Annars lærði ég í raun ekkert af þessum úrslitaleikjum.“

,,Síðan 2012, fyrir utan 2017 þá hef ég alltaf komist í úrslit – ég er örugglega heimsmeistari í því að vinna undanúrslit. Ef ég myndi skrifa bók um það þá myndi örugglega enginn kaupa hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar